RISAstórar smáSÖGUR 2022

39 Tölvuleikurinn Brrr! Brrr! Þú tekur upp símann. „Hei, viltu spila tölvuleik með okkur?“ segir vinur þinn, Jón. „Ú, ég gleymdi! Ég er að fara í hann!“ Það sem þú vissir ekki var að þetta gæti verið síðasti tölvuleikurinn sem þú myndir nokkurn tímann spila. Þú opnar leikinn og velur að vera kaktusa-kallinn. Vinur þinn segir: „Hei, ég er alltaf kaktusa-kallinn!“ „Bu-hu. Nú er ég kaktusa-kallinn.“ „Ég læt pabba minn reka þig úr leiknum.“ Þú breytir um leið um kall. Pabbi hans á nefnilega leikinn. Þú verður í staðinn: Bananinn. Þú ýtir á PLAY. Skjárinn verður svartur. Augun í þér verða svört. Líflaus búkurinn dettur niður á gólfið. En þú veist það ekki, vegna þess að þú ert bananinn. Þú opnar augun. Þú horfir í kringum þig. Þú ætlar að spyrja vin þinn hvað sé í gangi, en þegar þú reynir að tala heyrir þú ekki neitt. Þú sérð kaktusinn. Hann heyrir ekki neitt. Svo fattar þú að allt sem þú segir breytist í texta sem birtist fyrir ofan hausinn á þér. Þú byrjar að lesa textann fyrir ofan kaktusinn. Þar stendur: Þórarinn Hauksson, 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=