37 Katrín Una Hannesdóttir, 8 ára forsetinn er búinn að banna hamborgara af því að hann hatar þá.“ svaraði Milla. „Hildur ég sé ekkert.“ „Ég er með símaúr.“ Þær notuðu ljósið af símaúrinu til að sjá en það var ekki nógu bjart. Milla skalf af hræðslu. Þær fundu hálfétinn hamborgara á gólfinu og þeim heyrðist einhver vera að bera kassa úr bátnum. Allt í einu birtist andlit í ljósinu! Stelpurnar öskruðu af hræðslu og hlupu eins hratt og þær gátu út úr bátnum. Svartklæddur maður stökk upp í sendiferðabíl og stelpurnar rétt náðu að hlaupa og opna dyrnar á afturenda bílsins. Þegar þær voru komnar inn í bílinn fundu þær aftur hamborgaralyktina. „Hildur, finnurðu þessa lykt?“ „Já, ég finn hana. Þetta er hamborgaralyktin!“ Bíllinn stoppaði. „Við verðum að fela okkur annars sér hann okkur.“ Maðurinn opnaði dyrnar aftan á sendiferðabílnum og náði í kassana. Stelpurnar hlupu út úr bílnum og eltu manninn að lítilli skemmu. Þar voru læti og tónlist og rosaleg hamborgaralykt. Inni í skemmunni var fullt af fólki. Stelpurnar sáu svartklædda manninn. Þær urðu skíthræddar. Tónlistin stöðvaðist og allt fólkið horfði á Hildi og Millu. En þá tók maðurinn af sér hettuna og þær sáu að þetta var Halldór kokkur í mötuneytinu í skólanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=