RISAstórar smáSÖGUR 2022

29 annað. Þær labba út af sýningunni og upp stigann. Þá heyra þær mjög háa tóna úr Eldborg. Systurnar fara inn en vita ekki að þetta er inngangurinn baksviðs. Allt í einu eru þær komnar upp á svið. Þær halda fyrir eyrun og sjá alla áhorfendurna. Þeim finnst það svolítið skrítið því þær hafa ekki verið fyrir framan svona marga síðan á fjallaráðstefnunni í Bláfjöllum þegar þær voru litlar. En núna eru þær komnar á svið í Hörpu. Eftir sýninguna klappa allir og stelpurnar verða nokkuð ánægðar með sig. En allt í einu fatta þær að það voru ekki bara áhorfendurnir sem sáu þær, heldur líka allir hundrað hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands sem voru með þeim á sviðinu. Stelpurnar hlaupa út úr Hörpu og fara lengst í burtu. Þá koma þær að öðru stóru húsi. Þær fara inn og sjá eitthvað sem líkist búri. Á því stendur Miðasala Þjóðleikhússins. Systurnar ganga í þetta sinn inn á réttum stað og sjá frábært leikrit. Eftir sýninguna fara þær á veitingastað og setjast niður og skoða matseðilinn. Þær velja sér nammi-ís því þær hafa aldrei smakkað svoleiðis. Þegar þær ætla að borga fatta þær að þær eru ekki með neina peninga. Elísabet verður svo leið að hún labbar í burtu og stingur höndum í vasana. Hvað er þetta? Hún finnur þúsundkall. Þær borga og þegar þær fá ísinn spyr Guðrún: „Af hverju heitir þetta nammi-ís?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=