24 Hann fann slímugt grip á öxlinni. Hann sá svart slím á öxlinni. Þetta var dökkrautt blóð. Það sem var fyrir aftan hann hlaut að hafa drepið einn eða fleiri. Hann tók á sprett, hugsaði ekkert meira, bara flúði og leit ekki um öxl. Slímið slettist af skrímslinu og hann fann hvernig þung slumma lenti á bakinu á honum. Á endanum sá hann glitta í eitthvað blátt. Þetta hlaut að vera kastalinn. Hann var kominn inn í hallargarðinn. Hann hljóp upp stigann og á þriðju hæð til vinstri sá hann hurð frænda síns. Hann opnaði dyrnar, skellti og læsti. Frændi hans kom hlaupandi. „Stebbi tvö? Hvað ert þú að gera hér? Og af hverju ertu að hlaupa?“ Másandi og blásandi sagði Stebbi tvö: „Það er eitthvað að elta mig.“ Frændinn leit í gegnum gægjugatið. „Ah, ég hef ekki séð svona í langan tíma. Þetta er hrellmenni.“ „Mér er skítsama hvað þetta heitir! Stebbi eitt er með Covid-19!“ „Ah! Þetta hrellmenni …“ „Ég sagði að mér væri alveg sama um hrellmennið!“ „Já, en það er málið,“ sagði frændinn. „Hrellmennið er lækningin.“ „Ha?“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=