RISAstórar smáSÖGUR 2022

23 Hrellmennið Einu sinni var lögga sem hét Stebbi tvö! Frændi hans var seyðagerðarmaður sem bjó í kastala langt í burtu. Stebbi vildi fara í heimsókn til hans af því að bróðir hans, Stebbi, var veikur og þurfti galdraseyði. Stebbi tvö lagði af stað í langt ævintýri en hann villtist á leiðinni. Þegar hann sá reyk var hann nokkuð viss um að hann væri kominn, af því að þar sem er reykur er eldur. En hann lenti á undarlegum stað. Húsin voru óvenjuleg – þau voru kofar. Honum leið ekki vel. Honum leið eins og einhver vildi að hann væri ekki þarna. Eldurinn var í raun bara gufa aðeins lengra í burtu. Hann hugsaði um þrjá hluti: Í fyrsta lagi. Að enginn byggi hér lengur og hann þyrfti að labba lengra. Í öðru lagi. Að einhver væri kannski að fylgjast með honum. Í þriðja lagi. Að hann væri dálítið svangur. Hann byrjaði á atriði númer þrjú, af því að það myndi segja honum hvort einhverjir ættu heima hér. Hann kom upp að húsi og bankaði laust. Ekkert gerðist. Hann bankaði aðeins fastar. Ekkert gerðist. Hann bankaði miklu fastar. Þórarinn Hauksson, 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=