RISAstórar smáSÖGUR 2022

19 „Já, gerum það,“ sagði Inga. Tveir og tveir áttu að vinna saman og við Inga vorum búnar að ákveða að vera saman í verkefninu en vorum ekki enn þá komnar með hugmynd að uppfinningu. Við vorum ekki í sama bekk en samt góðar vinkonur. Mér fannst eins og við værum í 42 tíma í skólanum en svo var hann loksins búinn og við rákumst hvor á aðra. „Komum heim til mín,“ sagði ég. Inga var að stara á aðrar stelpur, Sóleyju og Árnýju, sem voru að monta sig yfir sinni uppfinningu. „Komdu, við skulum ekki vera að pæla í þeim, komum heim til mín,“ sagði ég. Við hjóluðum heim eins hratt og við gátum. Þegar þangað var komið fórum við inn í eldhús og hófumst handa við að hugsa. Sólin skein inn um gluggann og hitaði upp eldhúsið. „Mér er rosalega heitt,“ sagði Inga. „Áttu límonaði?“ „Nei,“ sagði ég. „Getum við þá kælt okkur í sundi?“ spurði Inga. „Já, það væri góð hugmynd. En ég á enga sundlaug,“ svaraði ég. „Getum við þá farið upp í herbergi með eitthvað að borða og haldið áfram að hugsa?“ spurði Inga. Þá fékk ég frábæra hugmynd. „Ég veit, búum til uppfinningu sem er notuð í hitabylgju! Sundlaugarmatvörugarður á hjólum!“ Embla Björt Kristinsdóttir, 8 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=