RISAstórar smáSÖGUR 2022

14 Hún kíkir á hús ömmu til að athuga hvort amma og mamma séu að fylgjast með þeim, en húsið hennar ömmu er horfið. Hún lítur á Jón, hann er horfinn líka. Katrín stekkur á tréð og faðmar það og hverfur inn í það. Búmm, þau eru komin á einhvern myrkan stað. Það er koldimmt. Katrín man eftir vasaljósinu sem amma gaf þeim og kveikir á því. Þá sjá þau hræddan mann sem situr rétt hjá þeim. Hann segist heita Kalli og vera spæjari. Þau kannast við hann þar sem þau höfðu lesið um týnda spæjarann í Fréttablaðinu hjá ömmu. Kalli segir þeim frá „þeim sem má ekki nefna“ og að þetta sé allt honum að kenna. Það sé honum að kenna að þau soguðust inn í tréð, að þau séu föst hérna í myrkrinu, að Kalli spæjari sé nú týndur og krakkarnir líka. „Þetta er allt „Honum“ að kenna,“ segir Kalli. Í myrkrinu heyrist ómandi rödd – rödd „þess sem ekki má nefna“. Orðin hans eru neikvæð og niðurdrepandi. Þau óma og eitra huga krakkanna og Kalla en þau reyna að hrista það af sér. Þau leita öll að leið til að komast út úr myrkrinu en sama hvað þau reyna þá finna þau ekki leiðina út. Katrín hugsar hvort myrkrið sé endalaust og byrjar að ganga áfram á meðan Jón lýsir með vasaljósinu í aðra átt. Katrín gengur varlega, þreifar fyrir sér og allt í einu klessir hún á eitthvað sem líkist hári. Hún byrjar að þreifa á hárinu og finnur að þetta er eins og haus.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=