RISAstórar smáSÖGUR

98 Þvottaherbergið Óskar var einn heima að spila tölvuleiki. Mamma hans, sem var dýralæknir, hafði nýlega farið á einhvern sérstakan fund. Það var föstudagur og klukkan var 11:13. Óskar var ekki í skólanum út af því að það var starfsdagur hjá kennurunum, þannig að hann átti frí allan daginn. Þegar klukkan var orðin tólf sá hann út undan sér að hurðarhúnninn á lokaðri hurðinni hans vísaði niður, alveg eins og einhver væri að fara að opna. Óskar fraus. „Mamma?“ sagði hann hljóðlega. Þá sviptist hurðin upp. Honum brá rosalega mikið og hann datt aftur á bak í stólnum sínum. Óskar stóð upp og labbaði fram til að sjá hver þetta væri en varð hræddur þegar hann fattaði að þar var enginn, hann var aleinn heima. Eða það hélt hann. Hann sá að dyrnar á þvottaherberginu voru opnar. Hann var næstum kominn að þeim þegar hann heyrði sagt fyrir innan: „Náði þér!“ Þetta var móðir hans. Honum var létt. „Komdu og hjálpaðu mér með þvottinn,“ sagði hún. „En ég hélt að þú værir á fundinum þínum?!“ sagði Óskar. „Já, honum var sko frestað,“ sagði hún. „En þú varst búin að tala um hann í heila viku. Af hverju var honum frestað?“ spurði hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=