RISAstórar smáSÖGUR

97 fannst ógeðslega leiðinlegt að hún hafði ekki verið að fylgjast nógu vel með henni. Hún elskaði systur sína, þótt hún væri stundum fúl að þurfa að passa hana. Mamma hennar talaði við hana, útskýrði að slys geta gerst, að það sem skipti máli er að þetta endaði ekki illa, allir geti gert mistök og allir ættu að læra af þeim. Við þetta hresstist hún og fór í skólann. Í frímínútunum kom Elías til hennar og spurði hvort ekki væri í lagi með systur hennar. Þau spjölluðu aðeins og hún tók eftir nokkru sem hún hafði aldrei spáð í áður; hann var með svo falleg dökkgræn augu og svo sætt bros og krúttlega rjóðar kinnar. Þau töluðu aðeins meira þangað til að Elías spurði, vandræðalega, hvort hún vildi koma með sér á „deit“ á Pizza Hut og svo í bíó í Smáralindinni. Díana brosti, hún var sko alveg til í það. Þau hittust í Smáralindinni seinna þennan dag og fóru saman inn á Pizza Hut. Þar sátu þeir, strákarnir sem hún sá með Elíasi um helgina. Þau veifuðu til þeirra og Elías tók í höndina á henni. Kannski var þetta ekkert svo ömurleg sundferð eftir allt saman, hugsaði hún með sér og brosti til Elíasar, hann brosti til baka. Hann er jú náttúrlega miklu sætari!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=