RISAstórar smáSÖGUR

95 Sundferðin Díana var ekki í góðu skapi, hún lá uppi í rúmi og þrýsti andlitinu í koddann, ógeðslega pirruð. Mamma hennar og pabbi voru alltaf svo ósanngjörn; hún ætlaði að fara með vinkonum sínum í Smáralindina á Pizza Hut og í bíó en foreldrar hennar sögðu henni að fara með Möggu, litlu systur sinni, í sund. Þetta var alltaf svona þegar hana langaði að gera eitthvað, þá var henni sagt að passa Möggu eða ryksuga eða gera bara eitthvað ömurlega leiðinlegt. Díana tók til sundfötin með fýlusvip og sagði Möggu að klæða sig. Síðan stukku þær af stað til að ná strætó. Díana sat í heita pottinum og var að fylgjast með systur sinni þar sem hún lék sér í sundlauginni. Magga var í grunna hlutanum því hún var ekki nógu gömul til að vera ein í djúpu lauginni og Díana nennti sko ekki að leika við hana þar. Henni leiddist og hún vildi miklu frekar vera í Smáralindinni með vinkonum sínum en að hanga þarna og passa systur sína. Allt í einu tók hún eftir þremur strákum sem komu út úr karlaklefanum. Þeir gengu fram hjá henni og settust í hinn heita pottinn. Hún kannaðist við tvo af strákunum, þeir voru í sama skóla og hún en þann þriðja hafði hún aldrei séð áður. Hann var „gordjöss!“ Með stutt, svart hár og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=