RISAstórar smáSÖGUR
9 „Ævintýravíddin? Hvað er það?“ spyr Benni. Gunnar svarar: „Það er staðurinn sem þú ert á núna!“ „Hvað eru það margar plánetur og hvernig í ósköpunum á ég að komast þangað?“ spyr Benni. „Þær eru: Hafmeyjuplánetan, Vélmennaplánetan, Ævintýraplánetan – sem er hjarta þessa sólkerfis eins og sólin hjá okkur. Og síðast en ekki síst er það Dimmaplánetan!“ segir Gunnar. „En hvernig á ég að komast þangað?“ spyr Benni aftur. Gunnar svarar grafalvarlegri röddu: „Við þurfum að vinna saman! Ég verð að gefa þér upp dulkóða sem þú slærð inn í tölvu geimfarsins. Ertu tilbúinn í fyrstu ferð geimfarsins?“ Benni svarar: „Jáhá! Allt til að komast aftur heim!“ Gunnar segir við Benna: „Farðu þá að lyklaborðinu og hlustaðu vel, sláðu inn leynikóðann: cAbbQð122W. Ferðin hefst á Hafmeyjuplánetunni og þar átt þú að finna gullsprotann.“ Áður en Benni veit af er hann búinn að slá inn kóðann og geimskipið fer aftur af stað.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=