RISAstórar smáSÖGUR

9 „Ævintýravíddin? Hvað er það?“ spyr Benni. Gunnar svarar: „Það er staðurinn sem þú ert á núna!“ „Hvað eru það margar plánetur og hvernig í ósköpunum á ég að komast þangað?“ spyr Benni. „Þær eru: Hafmeyjuplánetan, Vélmennaplánetan, Ævintýraplánetan – sem er hjarta þessa sólkerfis eins og sólin hjá okkur. Og síðast en ekki síst er það Dimmaplánetan!“ segir Gunnar. „En hvernig á ég að komast þangað?“ spyr Benni aftur. Gunnar svarar grafalvarlegri röddu: „Við þurfum að vinna saman! Ég verð að gefa þér upp dulkóða sem þú slærð inn í tölvu geimfarsins. Ertu tilbúinn í fyrstu ferð geimfarsins?“ Benni svarar: „Jáhá! Allt til að komast aftur heim!“ Gunnar segir við Benna: „Farðu þá að lyklaborðinu og hlustaðu vel, sláðu inn leynikóðann: cAbbQð122W. Ferðin hefst á Hafmeyjuplánetunni og þar átt þú að finna gullsprotann.“ Áður en Benni veit af er hann búinn að slá inn kóðann og geimskipið fer aftur af stað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=