RISAstórar smáSÖGUR

79 í eldhús. Á meðan hann var þar laumaðist Vigdís inn í herbergið hans og kíkti ofan í náttborðsskúffuna og fann lyklana. Hún heyrði í Baltasar koma til baka og hafði engan tíma til að komast burt svo hún faldi sig á bak við hurð. Vigdís renndi lyklunum undir hurðina og Elísa tók á móti þeim og hljóp að útidyrahurðinni og opnaði. Þær voru frjálsar. Þær voru með blöðin og voru svo glaðar en vissu samt að það þyrfti einhver að sækja Vigdísi. Elísa bauðst til að sækja hana. Hún bankaði á dyrnar að herberginu og Baltasar kom út. Fyrir framan hann var ruslatunna og Vigdís fékk frábæra hugmynd, hún ákvað að sparka í rassinn á honum svo hann myndi detta ofan í ruslatunnuna. Stelpurnar hjálpuðust síðan allar að og köstuðu Baltasar og ruslatunnunni út um útidyrnar. Stelpurnar hlupu allar heim til Elísu og sögðu mömmu hennar og pabba frá. Mamma hennar og pabbi voru hágrátandi því þau voru svo áhyggjufull. Elísa sýndi mömmu sinni og pabba allt það sem þær höfðu fundið heima hjá Baltasar og þau fóru öll upp á lögreglustöð. Lögreglan fór heim til Baltasars og sá þar allt dótið hans. Hann var handtekinn og settur í fangelsi. Eftir þennan atburð hefur Elísa alltaf verið kölluð Elísa hin hugrakka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=