RISAstórar smáSÖGUR

77 aðeins nær en allt í einu kom karlinn og tók þær. Hann sótti reipi og festi þær við stól inni í litlu herbergi. Síðan fór hann fram í stofu að horfa á sjónvarpið. Þá sáu Perla og Elísa hinar stelpurnar. Þær voru líka bundnar fastar við stól í einu horni í herberginu. Sem betur fer límdi Baltasar ekki fyrir munninn á þeim svo þær gátu talað saman. Elísa fékk þá frábæru hugmynd, þegar hún sá brotna glerflösku á gólfinu, að ná í flöskuna og skera reipið. Hún felldi stólinn sinn og mundi þá að hún var með tösku. Hún færði töskuna til hliðar og náði í reipið sitt. Hún kastaði reipinu í áttina að flöskunni og náði einu broti úr flöskunni. Hún lét það duga og byrjaði að skera reipið. Á meðan hún hjálpaði vinkonum sínum var Baltasar galdrakarl að horfa á Simpsons og var með sjónvarpið svo hátt stillt að hann heyrði ekki neitt. Allar voru lausar og nú þurftu þær bara að ákveða hvernig þær ættu að komast burt. Elísa var með bestu hugmyndina því hún var svo klár. Hugmyndin var að þegar klukkan yrði orðin fjögur um nótt myndu þær fara út. „Perla þú ferð inn á skrifstofuna hans að finna sönnunargögn, Vigdís þú ferð að leita út um allt hús að lyklunum og Sigurlína þú fylgist með Baltasar og lætur okkur vita ef hann vaknar, frænka þín líka. Á meðan sæki ég tilraunabókina hans. Við hittumst svo klukkan fimm hjá útidyrahurðinni.“ Þær lögðu allar af stað. Elísa fór inn í herbergið þar sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=