RISAstórar smáSÖGUR

75 Elísa sá annan glugga við hliðina og fór inn um hann. Þar sá hún fullt af galdrabókum og líka blað sem á stóð (TILRAUN 7. BEKKUR). Elísa varð hissa og ætlaði að taka blaðið þegar hún heyrði allt í einu einhvern vera að koma. Hún tók töskuna sína en vasaljósið datt úr töskunni og hún hafði engan tíma til að taka það upp. Svo stökk hún út um gluggann, hljóp heim til sín, tróð sér inn um gluggann sinn og kíkti í töskuna. Þá sá hún að hún hafði ekki náð blaðinu og yrði því að fara þangað aftur. Allt í einu kallaði mamma hennar: „MATUR!!!“ Elísa fór fram í mat og mamma hennar spurði hvað hún hefði verið að gera og Elísa sagði: „Ég var bara að lita.“ Það var kjúklingur í kvöldmatinn hjá Elísu. Elísa ætlaði að fara snemma að sofa svo hún yrði hress fyrir plan tvö. Næsta dag vakti mamma hennar hana snemma og sagði að það væri kominn skóli. Elísa varð hissa en fór samt fram að græja sig. Mamma hennar fór með henni í skólann og Elísa spurði mömmu sína: „Hvar er Baltasar?“ Mamma hennar svaraði: „Hann er örugglega bara lasinn!!!“ Þá sagði Elísa: „Í meira en eina viku?“ Þegar þær voru komnar í skólann tók ung kona sem hét Aðalrós á móti þeim og sagði að hún væri í staðinn fyrir Baltasar á meðan hann væri lasinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=