RISAstórar smáSÖGUR

74 Sigurlínu var rænt svo þið megið fara heim. Það verður ekki skóli í dag og þið eigið helst bara að halda ykkur inni svo þið séuð örugg!!!“ Elísa hljóp hágrátandi heim til sín og læsti sig inni í herbergi á meðan mamma hennar reyndi að opna og hughreysta hana. Tveimur klukktímum síðar settist hún við skrifborðið sitt og fór að hugsa, því hún ætlaði svo sannarlega að bjarga vinkonum sínum þótt það myndi kosta hana lífið. Það var komið kvöld og Elísa náði ekki að sofna en allt í einu datt henni dálítið í hug. Af hverju kom kennarinn ekki í skólann? Elísa fékk hroll og hugsaði: Hvað ef Baltasar rændi stelpunum? Nei, það getur ekki verið. Ég held bara áfram að rannsaka þetta á morgun. Það var liðin ein vika og Elísa hafði ákveðið að brjótast inn í húsið hjá Baltasar klukkan þrjú. Elísa setti nokkra hluti sem hún þurfti í töskuna sína og þegar klukkan var orðin þrjú lagði hún af stað. Hún vissi að mamma hennar, pabbi og bróðir hennar sem var átta ára voru frammi að horfa á sjónvarpið svo hún ákvað að læsa hurðinni og troða sér út um gluggann. Þegar hún var komin út um gluggann athugaði hún hvort hún væri með allt sem hún þurfti í töskunni sinni en þar var sími, vasaljós, hamar, koddi og reipi. Hún lagði af stað og nam staðar fyrir utan húsið hjá Baltasar. Hún sá hann í glugganum vera að lesa eitthvað. Emilía Ósk Guðmundsdóttir, 12 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=