RISAstórar smáSÖGUR

71 torgi í Kristalborg. Tröllin hefðu tekið hann og þau þyrftu að passa sig á þeim. Gunnar og Lísa drifu sig af stað. Steinninn var falinn í risavöxnu kristaltré. Þau höfðu aldrei séð jafn fallegt og glitrandi tré. Fjólublái steinninn skar sig úr enda lang stærstur og mest glitrandi. Lísa klifraði upp í tréð. Um leið og hún var komin að steininum byrjaði jörðin að skjálfa. Í því öskraði Gunnar: „TRÖLL, TRÖLL! Það er risatröll að koma!“ Lísa tók steininn og dreif sig niður til Gunnars. Tröllið byrjaði að elta þau í átt að skógi. Þar sáu þau stóran runna með berjum á og Rúnar litla sem var að háma í sig ber í stað þess að fela sig fyrir tröllinu. Þau réttu Rúnari steininn og sögðu honum að fela sig inni í runnanum. Um leið og hann skreið inn í runnann kom tröllið og reif Gunnar og Lísu upp á öxlunum. „Hvar er steinninn? HVAR ER STEINNINN?“ gargaði tröllið. Þau reyndu að sannfæra tröllið um að þau vissu ekkert hvað það var að tala um. Tröllið horfði á þau og sagði svo: „Ég ætti kannski að éta ykkur. En það er bara svo vond lykt af ykkur að ég get það ekki.“ Rúnar laumaðist út úr runnanum og hljóp eins hratt og hann gat með steininn að miðbænum. Þegar hann nálgaðist holuna sá hann tröllið á hlaupum á eftir sér. Það var með systkinin í sitthvorri hendinni. Rúnar skutlaði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=