RISAstórar smáSÖGUR

70 Ekki jafn skítug og önnur tröll og aðeins minni. Hér í Kristalborg eru allir hræddir við tröll.“ Þá sagði Gunnar: „En við erum ekki tröll, við erum manneskjur.“ „Það er nú ekki betra,“ sagði Rúnar. „Ha, af hverju segir þú það?“ sagði Lísa hissa. „Nú, þið hendið svo miklu rusli í náttúrunni og stundum fer það í sjóinn og það sogast í okkar heim. Heimurinn okkar er nefnilega undir fjörunni.“ Gunnar og Lísa horfðu hvort á annað og sögðu: „En við gerum það ekki.“ „Með því að gera ekki neitt þá lagast það ekki,“ sagði Rúnar. Þegar álfarnir, sem höfðu hlaupið í burtu, sáu að Lísa og Gunnar voru ekki venjuleg tröll byrjuðu þeir að koma úr felum. Þeir hópuðust í kringum þau og hlustuðu þegar Rúnar útskýrði hversu slæmt það væri fyrir alla að rusl væri í náttúrunni. Gunnar og Lísa lofuðu að þau myndu hjálpa þeim og útskýra fyrir öllum í Steinavík hversu slæmt þetta væri. En hvernig gátu þau komist heim til þess? Álfarnir útskýrðu fyrir þeim að steinninn sem þau fundu í fjörunni hefði ekki átt að vera þar. Hann hafði farið upp í gegnum göng af því að það var svo mikið af rusli sem ýtti honum út. Til þess að komast aftur heim þyrftu þau að finna fjólubláa kristalsteininn og setja hann í holu á miðju Dagfríður Ásta Rúnarsdóttir, 10 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=