RISAstórar smáSÖGUR

7 Benni. Hann hefur rekist í eitthvað þegar hann datt. Eitt andartak heldur hann að hann hafi fengið heilahristing því honum finnst allt hristast og hringsnúast!!! En svo finnur hann hvað er að gerst, hann er að lyftast frá jörðinni í geimfarinu! „Óóó neiiiii!“ hrópar hann og finnur hræðsluna grípa um sig, því hann er ofsalega lofthræddur. Ekki nóg með það! Hann hefur enga hugmynd um hvernig hann á að stjórna geimfari. Hvernig í ósköpunum á hann að komast til baka? Benni er skelfingu lostinn og veit ekkert hvað hann á að gera en fer að skoða alla takkana til að athuga hvort hann finni einhvern stop-takka. En hann finnur engan slíkan. Á sama tíma skýst geimfarið lengra og lengra upp í geiminn! Áður en hann veit af er hann kominn út fyrir sólkerfið okkar. Þá er eins og geimfarið hætti skyndilega að hreyfast! Nú gefst Benna tækifæri til að staldra við og hugsa … Hvað á hann að gera? Eftir nokkra stund af heilabrotum sér hann að á einum takkanum stendur hjálp! Benni hleypur að honum og ýtir á hann, þetta er hans eina von. Vonandi virkar þessi takki!! Ekkert gerist í smá stund. Hræðslan nær undirtökunum hjá Benna og hann fer að gráta. Af hverju er ég alltaf svona óhlýðinn? Af hverju var ég að fara inn í þennan asnalega garð hjá þessum asnalega nágranna? hugsar Benni. Ásgeir Atli Rúnarsson, 7 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=