RISAstórar smáSÖGUR

69 Töfrasteinninn Í litlum bæ úti á landi búa systkinin Gunnar og Lísa. Gunnar er tólf ára með svart hár og blá augu. Lísa er ellefu ára með ljóst hár og blá augu. Bærinn sem þau búa í heitir Steinavík og liggur við fallegan fjörð. Í Steinavík eru margar fallegar fjörur sem Gunnar og Lísa fara oft í að tína skeljar og steina. Dag einn voru systkinin saman úti að ganga í fjöru fyrir neðan húsið sitt. Þegar þau höfðu gengið lengi kom Lísa auga á eitthvað glitrandi í fjarska. Þau gengu nær til þess að sjá hvað það væri. Þegar þau nálguðust sáu þau að þetta var stór kristalsteinn. Þau voru mjög forvitin um þennan stein og litu hvort á annað. Gunnar spurði Lísu hvort þau ættu að taka steininn heim. Lísa tók steininn upp og við það soguðust þau í annan heim. Gunnar og Lísa æptu í kór. Hvert voru þau komin? Þau skildu ekkert hvað var í gangi. Alls staðar í kringum þau voru lítil hús og pínulitlir álfar sem störðu á þau. Allt í einu ráku álfarnir upp risaöskur og hlupu í allar áttir. Allir nema einn pínulítill álfur sem stóð eftir. Hann var með rautt krullað hár, var í smekkbuxum og með gleraugu sem voru eiginlega stærri en andlitið á honum. Hann horfði á Gunnar og Lísu og sagði hátt og snjallt: „Hæ, ég heiti Rúnar. Þið eruð mjög skrítin tröll!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=