RISAstórar smáSÖGUR

67 ákvað að prófa. Ég ýtti og ýtti á alla steinana en ekkert gerðist. Eftir margar tilraunir gafst ég upp, settist niður og grét. Mér fannst ég hafa brugðist. Á meðan hafði Tómas verið að hoppa upp á steinvegginn með framloppurnar og allt í einu opnuðust dyr á veggnum. Hann hafði fundið leynidyrnar. Hinum megin við þær var dimmur stigi sem lá lengst niður í jörðina. Við Tómas hlupum niður og ég rann í tröppunum og hrópaði svo hátt að það bergmálaði inn eftir göngunum. Þá heyrði ég í tveimur mönnum segja: „Heyrðirðu þetta?!“ Ég varð hrædd og reyndi að finna stað til að fela mig. Þegar ég leit í kringum mig sá ég glufu í veggnum á ganginum svo ég þreif í Tómas og við földum okkur þar. Við heyrðum mennina koma nær og nær. Þeir voru nánast beint fyrir framan nefið á okkur en sáu okkur samt ekki þar sem við földum okkur vel og þorðum varla að anda. Í sömu andrá og þeir ætluðu að snúa aftur til baka inn göngin byrjaði Tómas að sýna tennurnar og urra. Ég sussaði á hann en hann hlustaði ekki. Allt í einu sleit Tómas sig lausan frá mér, óð í áttina að mönnunum og beit þá í rassinn. Þeim brá svo hræðilega að þeir skullu hart saman með hausana, steinrotuðust, féllust í faðma og duttu á gólfið, annar ofan á hinn. Ég stökk yfir þá og við Tómas hlupum áfram. Þegar við vorum komin lengra inn dimmu göngin sá ég glitta í varðeld og þar við sat Soffía frænka. Hún var bundin bæði á höndum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=