RISAstórar smáSÖGUR

64 betur fer gerðist ekkert. Soffía frænka vinkaði eins og brjálaður bavíani hún var svo spennt að sjá mig. En ég var ekki jafn spennt að sjá hana. Mamma og pabbi töluðu við Soffíu frænku og ég fór inn að setja dótið mitt inn í herbergið. Soffía frænka kvaddi mömmu og pabba og þau keyrðu í burtu. Soffía frænka kom inn og fór að horfa á fréttirnar. Ég spurði hvort ég mætti horfa á sjónvarpið en þegar hún svaraði ekki fór ég aftur inn í herbergi og bjó um mig. Þegar hún kallaði „MATUR“ brá mér svo mikið að ég pissaði næstum því í mig. Auðvitað var það sama í matinn og venjulega: súpa með gúmmíböngsum, káli, ristuðum baunum og agúrku. Hún er ekki besti kokkur í heimi. Súpan var á litinn eins og æla. Sem betur fer á Soffía frænka hund sem heitir Tómas. Tómas fékk alla súpuna sem honum fannst lystug og jafnvel betri en bein. Ég hélt að allir hundar elskuðu bein meira en allt. Eftir matinn þurfti ég að fara að bursta, hátta og upp í rúm að sofa. Í morgun vaknaði ég og fór fram í eldhús. Ég var viss um að Soffía frænka væri þar að fá sér kaffi og lesa Morgunblaðið en það var engin Soffía í eldhúsinu. Ég leitaði að henni um allt hús en fann hana hvergi. Þegar ég kom aftur inn í eldhús fann ég bréf á eldhúsborðinu. Sigríður Þóra Gabríelsdóttir, 10 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=