RISAstórar smáSÖGUR

61 Garðskagavita, slökktu á vélinni og byrjuðu að veiða með veiðistöngunum sínum. Eftir tvo klukkutíma ætluðu þeir að fara af stað en pabbi hans gat ekki sett í gang. Hann kíkti á vélina og reyndi að gera við hana en það virkað ekki. Svo reyndi hann aftur að kveikja og það tókst næstum því en krafturinn var of lítill. Þá sigldi báturinn bara sjálfur áfram og rakst á steina sem komu upp úr sjónum á einum stað. Það var ekki gott því þegar báturinn rann frá steinunum kom hola í hann og sjórinn fyllti bátinn. Feðgarnir þurftu að vera fljótir að ákveða hvað þeir ættu að gera. Svo fattaði Aron að þeir þyrftu að blása upp björgunarbátinn og taka blysið með. Þeir voru eldsnöggir og eftir smá stund voru þeir farnir frá sökkvandi bátnum og sátu klesstir saman í mjög litlum björgunarbát. Þá kom grenjandi rigning en þeir skutu blysinu upp og vonuðu að björgunarsveitin myndi koma. Maður sem var að vinna í björgunarsveitinni í Garðinum sá blysið og hringdi í björgunarsveitina og hún kom á spíttbátnum sínum. Þegar björgunarsveitin kom og fann þá voru þeir kaldir og Aron var mjög hræddur. Hann var líka mjög leiður því hann var búinn að safna í þrjú ár fyrir bátnum og var í eitt ár að laga hann. Aron var mjög glaður að björgunarsveitin bjargaði þeim. Þegar þeir komu í land stóð mamma hans grátandi á bryggjunni. Aron hljóp í fangið á henni og fór líka að gráta. Þau voru glöð að fara öll saman heim. Magnús Máni Guðnason, 8 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=