RISAstórar smáSÖGUR

60 Skipstjórinn Aron Einu sinni var strákur sem hét Aron. Hann var tólf ára og bjó í Garðinum. Honum fannst skemmtilegt að búa í Garðinum og hann lék sér mikið úti við vini sína. Þeir voru oft úti að veiða og í sjónum þegar ekki var flóð. Aron sá stundum fullt af bátum úti á sjó þegar hann var að veiða. Einn daginn ákvað hann að byrja að safna fyrir bát, hann langaði að verða sjómaður. Báturinn kostaði eina milljón og hann var bara með 200 krónur. Eftir þrjú ár var hann kominn með milljón. Hann var búinn að bíða ógeðslega lengi. Aron var mjög glaður þegar hann loksins fékk bátinn. Hann og pabbi hans fóru með kerru til Reykjavíkur að kaupa bátinn. Þeir keyptu gamlan bát frá gömlum karli og þurftu að laga hann áður en þeir fóru út á sjó. Þeir voru í eitt ár að laga bátinn. Fyrst þurftu þeir að taka allt drasl úr honum og hreinsa hann og setja fullt af nýjum spýtum á gólfið og úti á þilfarið. Síðan þurftu þeir að skipta um vél og setja nýtt skipstjórahús. Svo þurftu þeir að mála allan bátinn upp á nýtt. Loksins kom dagurinn þegar þeir gátu farið út á sjó á nýja bátnum að veiða. Aroni leið rosalega vel og hann var mjög spenntur, allur líkaminn titraði. Veðrið var gott, það var sól en smá úði. Þeir sigldu í átt að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=