RISAstórar smáSÖGUR

6 Ævintýravíddin 1. kafli Benni er sjö ára strákur sem býr á Akureyri. Það er vetur, grýlukertin leka niður af þakinu og niður gluggana. Benni hefur ekkert skemmtilegt að gera þennan daginn, svo hann situr bara og horfir út um gluggann og fylgist með skrítna nágranna sínum sem er alltaf að brasa eitthvað nýtt úti í garði. Benni sér að hann er að byggja eitthvað mjög undarlegt og verður mjög forvitinn. Þegar hann hefur fylgst með honum í svolítið langan tíma sér Benni að Gunnar nágranni sest upp í bílinn sinn og keyrir í burtu. Nú er tækifærið komið! Benni hleypur út og beint inn í garðinn hjá Gunnari til að skoða hvað hann hefur eiginlega verið að gera. Benni hefur aldrei séð neitt þessu líkt, en það líkist geimfari … En hvað ætti Gunnar nágranni að vera að gera með slíkt tæki í garðinum sínum? Benni ákveður að læðast varlega inn í vélina, bara til að skoða hana aðeins betur, en skyndilega sér hann að bíllinn hans Gunnars er að renna í hlað. Benni verður skíthræddur því hann veit að hann má alls ekki vera þarna! Hann bakkar tvö skref afturábak en rekst í kókflösku sem liggur á gólfinu og dettur. „Ááái!“ segir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=