RISAstórar smáSÖGUR

56 á Rebba ref sofandi við tré með útbelgdan magann. Þau grunaði strax að Rebbi refur hefði átt þátt í hvarfi Lalla músar. Músapabbi hljóp því sem fætur toguðu heim til músafjölskyldunnar og náði í stærsta músahnífinn sinn. Þegar hann kom til baka skar hann kviðinn upp á Rebba ref og út kom Lalli mús ásamt nokkrum fuglum. Síðan fylltu þau maga Rebba af steinum og saumuðu hann svo saman. Eftir að heim var komið var haldin stórkostleg veisla þar sem öllum dýrunum var boðið nema Rebba ref. Rebbi refur lét sér þetta að kenningu verða og át aldrei aftur mýs eða fugla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=