RISAstórar smáSÖGUR

55 jafna sig eftir þessa dýrindis veislu. Þegar Lalli mús var búinn að jafna sig kíkti hann í heimsókn til Kollu kú sem var að gæða sér á fersku grasinu. Kolla kú sagði: „Muuuu gaman að hitta þig, Lalli minn. Á hvaða leið ertu þú?“ „Tja ... ég er bara að svipast um eftir dýrunum hérna í sveitinni.“ „Má nokkuð bjóða þér upp á mjólkursopa,“ sagði Kolla kú en Lalli mús var enn saddur eftir heimsóknina til Gullu og afþakkaði gott boð. Leiðin lá næst til Gurru svíns. Hún var alltaf svo fyndin og pínulítið skrýtin, sérstaklega þegar hún var að róta í moldinni. En hún gerði það þegar hún var svöng. Þá var hún að leita sér að rótum, ormum og skordýrum til að éta. Nú var sólin farin að setjast og tími til kominn að halda heim á leið. Á leiðinni heim rakst Lalli mús á Rebba ref sem var óskaplega svangur og hafði ekki borðað í marga daga. Rebbi refur gleypti Lalla mús í heilu lagi og lagði sig svo hjá tré einu. Þar sem Lalli mús hafði ekki skilað sér í kvöldmatinn fór músafjölskyldan að hafa áhyggjur af honum. En Lalli mús hafði aldrei misst af kvöldmatnum. Músafjölskyldan fór því að leita að honum. Þau spurðu öll dýrin í sveitinni hvort þau hefðu hitt Lalla mús. Öll höfðu þau hitt hann og báru honum söguna vel. Nú fóru músafjölskyldan og dýrin að leita saman að Lalla mús. Þau komu svo auga Sóley Rún Arnarsdóttir, 8 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=