RISAstórar smáSÖGUR
54 Lalli mús og dýrin í sveitinni Lalli mús bjó í sveit ásamt fjölskyldu sinni. Lalli var ævintýragjarn og hafði mjög gaman af að kanna heiminn og hitta vini sína í sveitinni. Í sveitinni áttu heima allskonar dýr. Þar voru kýr, svín, hænur, hestar, hundur, köttur músafjölskylda og ein rotta. Þar var líka refur sem kom stundum í heimsókn, sérstaklega þegar hann var svangur. Bóndinn á bænum var ekki svo glaður að fá Rebba ref í heimsókn því hann vildi éta hænurnar. Dag einn fór Lalli mús á kreik. Hann hitti Palla rottu sem hafði alltaf svo margar skemmtilegar sögur að segja. Palli var líka alltaf í svo góðu skapi en eftir að þeir voru búnir að spjalla saman og fá sér mjólkurdreitil þurfti Palli að fara að vinna í garðinum sínum. Lalli mús hélt áfram sína leið og hitti næst Gullu hænu sem var úti í garðinum sínum að vökva blómin. Gullu þótti svo óskaplega vænt um blómin sín og svo var ilmurinn af þeim alveg dásamlegur. Gulla hæna bauð Lalla mús upp á nýbakaðar smákökur og ískalda mjólk sem hún fékk frá Kollu kú. En Gulla hæna bjó til bestu smákökurnar í sveitinni. Þegar Lalli var búinn að gæða sér á gómsætu smákökunum þakkaði hann Gullu hænu kærlega fyrir sig og hélt áfram sína leið. Lalli mús var svo saddur eftir heimsóknina til Gullu hænu að hann ákvað að leggjast aðeins í grasið og
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=