RISAstórar smáSÖGUR
51 - Ertu viss um það? spurði pabbi. - Já, handviss! sagði ég. - Allt í lagi, setjum pipar á réttinn á eftir, sagði pabbi þá. - Okei, sagði ég. Þegar rétturinn var tilbúinn fengu allir sér sæti. En þegar við tókum fyrsta bitann var hann svo sterkur að við drukkum næstum allt vatnið. - Þetta er allt of mikill pipar! sagði Freyja. Eftir þessa máltíð fórum við að spila. Við spiluðum ekki lengi af því að Lára þurfti að fara að sofa. Þegar Lára var búin að bursta tennurnar og komin í náttfötin vildi hún að við færum líka í háttinn. Það langaði okkur ekki! Við þurftum samt að lifa við það og þykjast fara í háttinn. Það tók langan tíma. Á meðan var pabbi bara að horfa á fréttir í símanum sínum. Eftir langan tíma var Lára loksins sofnuð og við fengum að horfa á Netflix þangað til við fórum að sofa. Næsta dag vöknuðum við snemma og töluðum um áskorunina. Við ætluðum sko að standast hana en til að gera það þurftum við að vera sterkar. Við byrjuðum á að gera þrekæfingar til að verða sterkari. Ekki leið á löngu þar til Lára vaknaði. Við vorum tilbúnar að komast yfir hættulega klakann. Við fengum okkur morgunmat og lögðum svo af stað keyrandi í átt að klakanum. Þegar bíllinn kom á klakann brotnaði klakinn á mörgum stöðum og ég fékk svo mikið sjokk að ég fór út úr bílnum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=