RISAstórar smáSÖGUR

50 okkur og vorum að gefast upp þegar við komum að læk. Frosnum læk. Við hlupum eins og fætur toguðu og byrjuðum að brjóta ísinn með spýtum sem við höfðum fundið á leiðinni. Eftir smá stund byrjaði Freyja meira að segja að hoppa á ísnum. Þá byrjuðum við öll að hoppa á ísnum. Svo fórum við að kanna svellið. Þar skautuðum við lengi lengi þar til við komum að hættulegu svæði! Það var stórt gil sem klaki lá yfir, ef klakinn brotnaði gæti maður dottið ofan í gilið. Freyja lét það ekki stoppa sig. Hún fann risastóran klaka og henti honum á svæðið þar sem gilið var. Þá kom mikill hvellur, okkur brá mjög mikið og hluti af klakanum yfir gilinu brotnaði. Þá skoraði pabbi á okkur að komast yfir hættusvæðið. Það var stór áskorun svo við ákváðum að takast á við hana daginn eftir. Við töluðum um það alla leið heim hvað áskorunin væri hættuleg og hvað hvellurinn hefði verið hár. Þegar við komum aftur í bústaðinn kveiktum við upp í arninum. Þetta fallega vetrarbláa kvöld settumst við í sófann fyrir framan arininn og horfðum á glóandi heitan eldinn. Við töluðum um atburði dagsins og hvað okkur fannst skemmtilegast. Að því loknu fórum við pabbi að elda kvöldmat. Freyja passaði Láru á meðan. - Pabbi, ég er handviss um að það eigi að vera pipar í réttinum, sagði ég. Elísabet Freyja Lorenz og Herdís Askja Hermannsdóttir, 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=