RISAstórar smáSÖGUR

5 og hugarflugið óþrjótandi. En til að semja smásögu þarf líka að skapa heild og taka alls konar ákvarðanir: Hver er aðalpersónan? Hvar gerist sagan? Hvenær gerist hún? Hvernig byrjar sagan og hvernig endar hún? Við hvaða vandamál á aðalpersónan að etja? Er hún kannski að takast á við innri drauga eða jafnvel erfiðan andstæðing? Tekst henni að sigrast á honum? Eða þarf hún ef til vill að leysa einhvern brýnan vanda? Börnin sem eiga sögurnar í Risastórum smásögum hafa glímt við þessar spurningar og margar aðrar með glæsibrag. Þau hafa skapað spennusögur, hryllingssögur, myndasögur, ástarsögur og ævintýri sem eru einstök. Og nú taka þessar sögur flugið til ykkar, kæru lesendur. Njótið vel! Kristín Ragna Gunnarsdóttir Rithöfundur, teiknari og ritstjóri Risastórra smásagna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=