RISAstórar smáSÖGUR
47 Það eina sem ég fann voru vettlingarnir hans. Ég kíkti á miðann til þess að vera viss – en þar stóð nafnið mitt. Ég skildi það ekki. Þetta voru alltaf vettlingarnir hans Hákonar. Eða voru þeir það? Ég lokaði augunum, opnaði þau aftur og las miðann. Enn þá bara mitt nafn. Ég fór að leita að fleiri vísbendingum um að Hákon væri ekki bara skugginn minn. Ég leitaði að fína timburbátnum sem hann bjó einu sinni til. Við geymdum hann í trékofanum, svo ég setti stefnuna þangað. Ég fór í skóginn, klifraði upp stigann, opnaði hlerann en þar var ekki einu sinni sögin sem Hákon notaði. Þá fór ég heim. Ég byrjaði að hugsa hvort þetta væri bara rugl í mér. Þá kom einhver skrýtin tilfinning í magann. Ég knúsaði stærsta bangsann minn og hugsaði um hvernig ég gæti fundið Hákon. Það var kominn matur. Ég náði varla að koma ögn ofan í mig. Foreldrar mínir spurðu hvað væri að en ég sagði að það væri allt í fína. Ég var orðinn sannfærður um að Hákon væri ekki til. Ég fór að sofa. Þá birtist skrýtin sýn. Í draumi mínum sá ég Hákon. Þórarinn Hauksson, 8 ára
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=