RISAstórar smáSÖGUR
46 Ooooo-ó Einu sinni var ég að leika með Hákoni vini mínum. Það var eins og hann gæti lesið hugsanir mínar, hann var svo skemmtilegur! Í eitt skiptið vorum við í sjóræningjaleik og ég hugsaði: Mig langar að hafa þennan leik með aðeins sterkari sögu og aðeins meiri spennu. Þá stakk Hákon upp á því! Það var eitt skrýtið. Alltaf þegar ég spurði hvort við ættum að fara heim til hans, þá sagði hann nei. Við vorum þess vegna alltaf úti. Einn daginn gat ég ekki fundið Hákon neins staðar. Ég spurði kennarann: - Hvar er Hákon? - Hákon? Hver er Hákon? sagði hann. - Hvað, veistu ekki hver Hákon er? spurði ég. - Neeei, sagði kennarinn. Ég spurði eins marga krakka og ég fann en flestir sögðu bara: - Hver er Hákon? Ég var ruglaður, hissa og svo leiður. Eftir skólann fór ég að leita á stöðunum þar sem Hákon var oftast. Í garðinum, í trjákofanum okkar og eins langt og ég mátti fara án þess að mamma mín kæmi með.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=