RISAstórar smáSÖGUR
44 Fastar í tölvuleik Einu sinni voru tvær stelpur sem hétu Ása og Sól. Ása átti einn bróður sem hét Kári og hann elskaði tölvuna sína og átti mjög erfitt með að slíta sig frá henni. Hann átti meira að segja erfitt með að komast í skólann út af tölvunni. Stelpurnar reyndu oft að fá Kára með út að leika en Kári vildi aldrei koma út að leika, hann var fastur í tölvunni. Kári hlýddi ekki þegar hann átti að slökkva á tölvunni. Stelpurnar fóru til hans og sögðu honum að hann þyrfti að hlýða mömmu sinni og slökkva á tölvunni. Ása kallaði á mömmu sína og sagði henni að Kári væri ekkert að hlusta og ætlaði ekki að fara út að leika. Stelpurnar stilltu sér upp við hliðina á tölvunni og þá soguðust þau allt í einu, öll þrjú, inn í tölvuna. Þar voru allir að skjóta hver á annan og stelpurnar hlupu út um allt til að komast í skjól. Kári var á fullu að skjóta á stelpurnar og gerðu þær allt sem þær gátu til að komast undan honum. Á meðan stelpurnar og Kári voru föst í tölvuleiknum var mamma Ásu og Kára að leita að krökkunum en fann þá hvergi. Hún var orðin mjög áhyggjufull. Hún leitaði út um allt hús en sá svo tölvuna í herberginu hans Kára og ákvað að taka einn leik á meðan hún var að bíða eftir krökkunum. Henni fannst þetta mjög skemmtilegur tölvuleikur. Þegar hún var byrjuð í leiknum sá hún allt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=