RISAstórar smáSÖGUR

43 liggja þar í svömpunum og gleyma sér aðeins. Áður en hún veit af er hún sofnuð. Þegar hún lítur upp eru allir farnir og æfingin löngu búin. Það er búið að slökkva öll ljósin og læsa fimleikahúsinu. Ó nei! Ástrós er mjög hrædd, hún liggur alveg kyrr í gryfjunni og þorir ekki að hreyfa sig neitt. Hún heyrir bank frammi á ganginum. Eftir nokkra klukkutíma í gryfjunni ákveður hún að læðast fram og gá hvaðan hljóðið kemur. Hún fer fram og kemur auga á skugga innst inni á ganginum. Þegar hún kemur nær sér hún að þetta er maður vafinn í hvítt sárabindi um allan líkamann alveg eins og múmía. Maðurinn snýr bakinu í hana svo hún sér ekki framan í hann. Hún gengur rólega í áttina að honum og segir hljóðlega: „Hver ertu?“ Þá snýr múmían sér snöggt við og öskrar eins og brunabjalla sem hljómar um allt húsið. Við það hrekkur Ástrós upp og vaknar. Þetta var sem betur fer bara draumur. Þegar hún fattar það er hún glöð en ákveður að drífa sig upp úr gryfjunni. Stelpurnar eru allar farnar að góla á hana og spyrja hvort hún ætli að vera þarna að eilífu. Þegar Ástrós kemur heim eftir fimleikaæfinguna ákveður hún að fara snemma að sofa svo hún verði ekki jafn þreytt aftur á næstu æfingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=