RISAstórar smáSÖGUR

42 fer hefur hún aldrei slasað sig alvarlega því það myndi enginn trúa henni. Einu sinni mætti hún meira að segja með sárabindi utan um höfuðið á æfingu. Hún sagðist hafa rekið hausinn svo fast í skáphurð heima hjá sér að hún væri með risastóran skurð og því þyrfti hún að vera með þetta sárabindi en það trúði henni auðvitað enginn. Það er mjög gott að æfingin í dag byrjar á útihlaupi því Ástrós svaf illa síðastliðna nótt og er þreytt. Útiveran hjálpar henni að halda sér vakandi. Síðan er farið á tvö áhöld. Annað þeirra er tvíslá og þar er terra helst æft. Terra er þegar maður heldur með báðum höndum í rána og sveiflar sér í hring upp á hana. Til að geta gert terru þarf maður að vera sterkur í höndunum og maganum. Meðan Ástrós er á tvíslá með helmingi hópsins er hinn helmingurinn á öðru áhaldi sem kallast stökk. Á stökki er mest verið að æfa arabastökk og framflikk. Ásrós er fegin að lenda ekki í hóp með Bryndísi. Bryndís er bekkjarsystir hennar og vill vera aðal manneskjan alls staðar þar sem hún er. Hún vill alltaf vera fyrst í röðinni og ýtir þeim frá sem eru komnar í röðina á undan henni. Í lok æfingarinnar fær allur hópurinn að fara saman á stóra trampólínið og gera frjálst út í gryfjuna. Þegar það er frjálst finnst Ástrósu skemmtilegast að gera skrúfu út í gryfjuna. Þegar æfingin er alveg að verða búin er Ástrós orðin mjög þreytt. Hún ákveður að stökkva út í gryfjuna,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=