RISAstórar smáSÖGUR

41 Einu sinni fannst henni líka að svartur bíll væri að elta hana. Hún sá hann nokkrum sinnum á leiðinni og henni fannst hann keyra mjög hægt fyrir aftan hana. Svo var hún líka svolítið hrædd við unglingana sem hún hitti stundum á leiðinni. Bróðir hennar, Arnór, hafði eitt sinn lent í því að unglingarnir fóru að stríða honum vegna þess að hann var með gleraugu. Þeir kölluðu hann gleraugnaglám og báðu um að fá að prófa gleraugun hans. Hann var skíthræddur og þorði ekki að segja nei. Það endaði með því að gleraugun hans rispuðust öll og beygluðust. Mamma þeirra þurfti síðan að kaupa handa honum ný gleraugu. En í dag hittir Ástrós engan á leiðinni á æfingu og það gerist heldur ekkert furðulegt eða óþægilegt. Fimleikaæfingarnar byrja alltaf á mikilli upphitun, þá þurfa allir í hópnum að hlaupa marga hringi til að hita upp líkamann. Í þetta sinn á að hlaupa fimm hringi í kringum fimleikahúsið því veðrið er svo gott. Kennarinn vill að allar stelpurnar fái nóg af súrefni í líkamann til að þær hafi mikinn kraft og góða einbeitingu á æfingunni. Í fimleikum er nefnilega mikilvægt að hafa góða einbeitingu og taka vel eftir. Ef maður er ekki að einbeita sér er mikil hætta á að maður slasi sig og það vill enginn lenda í því. Reyndar er ein stelpa í hópnum sem elskar að láta eitthvað vera að sér. Hún heitir Lilja. Lilja er alltaf að reyna að vera slösuð og gerir rosa mikið drama úr næstum engu. Það eru allir orðnir hundleiðir á vælinu í henni. Sem betur Valgerður Ósk Þorvaldsdóttir, 8 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=