RISAstórar smáSÖGUR

40 Óvenjulegur dagur Ástrós er átta ára stelpa sem býr í Reykjanesbæ og æfir fimleika. Hún er að græja sig fyrir æfingu. Hún er í bláa bolnum sínum með bleiku hjörtunum sem hún elskar mest og svörtum nike buxum. Ástrós er næstum alltaf í nike buxum því mamma hennar er svo hrifin af nike fötum og kaupir eiginlega bara nike föt fyrir Ástrósu. Ástrós ákveður að vera í nýja fimleikabolnum sem amma á Spáni gaf henni í afmælisgjöf síðast. Hún labbar á æfingu og vonast til að hitta einhverja stelpu sem er líka að fara á fimleikaæfingu því henni finnst hundleiðinlegt að ganga ein alla leiðina. Einu sinni þegar hún var að labba á æfingu hitti hún mjög furðulegan mann. Hann sat á stól á gangstéttinni rétt hjá fimleikahúsinu og var að spila á munnhörpu. Hann reyndi að segja eitthvað við Ástrósu þegar hún nálgaðist en hún skildi hann ekki og þorði ekki að koma of nálægt honum. Svo sá hún að hann var með hatt við fæturna á sér sem sneri á hvolfi. Ofan í honum voru nokkrir smápeningar. Hún ákvað að setja 10 krónu pening sem hún átti í vasanum ofan í hattinn og dreif sig svo í burtu. Furðulegi maðurinn hrópaði eitthvað á eftir henni, eins og hann væri að þakka henni fyrir, en hann var tannlaus og það var erfitt að skilja hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=