RISAstórar smáSÖGUR
4 Formáli Sögur eru kynngimagnaðar! Þær geta þeytt okkur fram og aftur í tíma, flutt okkur hinum megin á hnöttinn, út í geim eða jafnvel til ímyndaðra staða. Í sögum kynnumst við alls kyns söguhetjum, fáum að bregða okkur í allra kvikinda líki og öðlast reyslu sem er utan seilingar. Okkur gefst tækifæri til að sjá veröldina með augum annarra og frá mismunandi sjónarhornum. Sögur vekja okkur til umhugsunar um umhverfi okkar, virkja athyglisgáfuna og kalla fram sterkar tilfinningar. Við eignumst vini í sögum og lifum okkur inn í það sem þeir eru að ganga í gegnum. Margar sögur efla samkennd, glæða áhuga okkar á lífi og menningu annarra og koma ólíkum röddum á framfæri. Þar að auki beisla sögur hugmyndir og flytja þær úr einum kolli í annan. Sögur geta líka verið haldreipi; þær leiða okkur í gegnum lífið, veita stuðning þegar á þarf að halda og gera fólki auðveldara með að tjá sig. Síðast en ekki síst eru sögur oft bráðskemmtilegar. Sögurnar tuttugu í Risastórum smásögum eru fjölbreytilegar. Í þeim má m.a. finna sprittbyssu, stórhættulega tölvuleiki, mannræningja, varasama galdraþulu, vofur, gráðugan ref, ævintýrademant og veiðiglaðan pabba. Frásagnargleði höfundanna er mikil
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=