RISAstórar smáSÖGUR

33 Við höfðum aldrei farið í sundlaug þar sem við vorum alveg ein. Það var einhverskonar Kórónuveiki í gangi og allir voru skíthræddir við að fara út. Við systkinin ímynduðum okkur bara að þetta væri einkasundlaug. Enda höguðum við okkur eins og heima hjá okkur. Það voru tvær risa rennibrautir og við fórum örugglega þúsund ferðir. María og Haukur þorðu ekki að fara í rennibrautirnar, sérstaklega María, því hún er bara fimm ára og ósynd. Haukur er svo mikill mömmulingur, hann kann heldur ekki að synda því hann er þriggja ára. Aftur þurftum við að drífa okkur af stað upp í veiðihús og út í á. Mamma gólaði: „Þetta er eins og að vera í fullri vinnu, maður er alltaf að drífa sig eitthvað.“ Pabbi var skrítinn að draga okkur út í á því það var ógeðslega kalt og rigning. Þegar við vorum að deyja úr kulda var allt fast hjá Maríu. Þetta var eitthvað stórskrítið. Við drógum inn eitthvað glitrandi járndrasl. Pabbi var hissa og sagði að við hefðum veitt tóby spún. Hann skildi ekkert í því vegna þess að það var bannað að veiða á spún þarna. Þá var komið að mér og í fyrsta kasti bognaði stöngin og hann var á. Þetta var ekki eins stór fiskur og bróðir minn fékk. Ég var glöð að fá fisk. Pabbi sagði að þetta væri sjóbirtingur. Það var komið að lokadeginum. Pabbi náði einhvern veginn að troða öllu draslinu aftur í bílinn og fiskarnir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=