RISAstórar smáSÖGUR

30 Loksins voru allir komnir í bílinn og við lögðum af stað. Mér fannst þessi ferð taka allan daginn og ég hélt að við værum búin að keyra í hundrað klukkutíma. Þegar ég var búin að spyrja pabba og mömmu áttatíu sinnum hvort við værum ekki að verða komin, þá sagði pabbi loksins að það væru tíu mínútur í veiðihúsið. Ég, Haukur, María og Alex hlupum um húsið til að velja okkur herbergi. Pabbi setti saman veiðidraslið sitt. Mamma var ekki hálfnuð með að búa um rúmin þegar pabbi vildi að við drifum okkur út í á. Ég skildi ekki allt þetta stress. Pabbi var stórfurðulegur. Þegar við komum loks út í á mátti ég ekki labba hvar sem var. Hann var alltaf að góla: „Ekki þarna þú skemmir veiðistaðinn.“ Við drógum einhverja slímuga og ógeðslega ánamaðka upp úr fötu og tróðum þeim á einhvern boginn krók. María gargaði, Lára Karítas Stefánsdóttir, 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=