RISAstórar smáSÖGUR

29 Veiðiferðin mikla Jæja, þá var loksins komið að því að fara með fjölskyldunni í veiðiferðina sem pabbi var búinn að tala um í allan vetur. Ég dreif mig á fætur. Pabbi var stórskrítinn, ég held hann hafi verið búinn að drekka hundrað kaffibolla. Hann hljóp um allt hús að leita að allskonar drasli. Ég veit ekki hvað pabbi og mamma voru að setja í bílinn en það var ekkert pláss eftir fyrir neina dúkku sem mig langaði að taka með. Alex bróðir fékk ekki að taka bolta með, hann er nefnilega fótboltasjúkur og er að æfa með sjöunda flokki. Pabbi sagði æstur: „Það er ekki tími fyrir dúkkuleik eða fótboltaleiki. Þetta er veiðiferð en ekki dúkku og fótboltaferð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=