RISAstórar smáSÖGUR
27 Benni hlær og segir: „Ég var stundum hræddur um það líka.“ Hann roðnar smávegis. Þau ganga saman út og allir fagna Benna eins og rokkstjörnu, það sem hann er ánægður með að vera kominn aftur heim. Mamma og pabbi bjóða öllum inn og Gunnari geimfara líka. Þau setjast við borðstofuborðið og Benni segir þeim alla sólarsöguna. Allir eru sammála um að þetta hafi verið meiriháttar ævintýri! Allt í einu segir Benni: „Ég er samt orðinn svolítið svangur.“ Mamma svarar: „Guð, auðvitað. Ég sem er ekki búin að fara í matarbúð og á ekkert til. Ég hafði svo miklar áhyggjur að ég komst ekki einu sinni út í búð!” Þá hrópar Benni: „Ég get bjargað því!“ Hann tekur upp töfrateppið frá Valla og sveiflar því. Og töfrum líkast er aftur komið hlaðborð á teppið. „Það var nú ekki alslæmt að fara í þessa ferð,“ segir Benni og allir hlæja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=