RISAstórar smáSÖGUR

26 að taka lokið af krúsinni. Og síðast en ekki síst er það ævintýrademanturinn en þá þarft þú að hafa hraðar hendur því annars gufar töfraþokan bara upp!“ Benni hlustar vel á fyrirmælin og raðar saman hlutunum. Hann er með ævintýrademantinn kláran þegar hann opnar krúsina með töfraþokunni og skellir honum strax ofan á. Samstundis er eins og hlutirnir læsist saman, þeir mynda töfrasprota sem snýst í hringi og lendir í höndunum á Benna. Geimfarið tekst á loft og svífur aðeins hægar en vanalega. Nú getur Benni notið þess að horfa út um gluggann og virða fyrir sér útsýnið yfir alla þessa áður óþekktu vídd og fylgst með hvernig hann svífur í áttina til jarðar aftur. Á fólk eftir að trúa honum? Hann trúir varla þessum ævintýrum sjálfur! Heimkoman 6. kafli Nú er geimskipið alveg að koma að jörðinni og hann sér garðinn hans Gunnars. Þegar hann kemur enn þá nær sér hann að mamma hans og pabbi og amma og afi eru komin út í garð til Gunnars. Geimfarið snertir mjúklega jörðina. Hurðin opnast og áður en hann veit af eru mamma og pabbi komin inn. Þau taka hann upp og knúsa hann fast. Mamma hans segir: „Elsku barnið mitt, við vorum svo hrædd um að við myndum aldrei sjá þig aftur.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=