RISAstórar smáSÖGUR
24 vera að leggjast í rúmið hjá Litla Birni og síðast en ekki síst elda nóg af graut fyrir alla.“ Benni er orðinn úrvinda af að gefa öll þessi góðu ráð og hann er virkilega farið að langa að komast heim. Hann spyr kanínuna hvað sé næst? „Þú hefur staðið þig vel. Þú ert búinn að leysa þau verkefni sem lágu fyrir. Nú er þér boðið í konungshöllina að hitta kónginn og drottninguna. Þau bíða spennt eftir þér. Drífum okkur,“ segir kanínan sem allaf er að flýta sér. Höllin er risastór og ævintýralega falleg enda ekki við öðru að búast á Ævintýraplánetu. Allir helstu íbúar plánetunnar eru mættir til að heilsa upp á Benna: Lína Langsokkur ásamt litla kalli, Froskaprinsinn, Öskubuska, Mjallhvít og auðvitað dvergarnir sjö, Tröllið sem stal jólunum, Ljóti andarunginn og fleiri og fleiri. Þetta er svaka partí! Allt í einu slær þögn á hópinn og inn ganga konungshjónin. Þau halda smá ræðu og segja gestunum frá afrekum Benna, hvernig hann, einn síns liðs, sé búinn að fara á milli pláneta í Ævintýravíddinni og leysa allsstaðar verkefni og eignast vini og koma vel fram. Og að í þakklætisskyni langi þau til að gefa honum ævintýrademantinn sem er það síðasta sem hann þarf til að komast aftur heim til sín. Konungurinn endar ræðuna sína á því að segja: „Hver veit nema að sagan um ferðalag Benna um
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=