RISAstórar smáSÖGUR

23 Benni kveður Gosa og minnir hann á að sannleikurinn sé alltaf bestur! Næst á Benni að hitta Hans og Grétu. Þau eiga líka í smá vanda. Þau eru löngu laus frá vondu norninni en Hans hélt áfram að borða eins mikið af óhollum mat og hann gerði í búrinu hjá norninni og er orðinn svaka feitur. „Hvað get ég gert? Hann Hans vill ekki borða minna og hangir bara í tölvunni!“ segir Gréta. Benni kann sko ráð við þessu: „Í hvert sinn sem þú vilt borða eitthvað og það er ekki matartími, passaðu þá að velja hollan kost eins og ávexti, epli, banana, ber eða eitthvert grænmeti.“ Svo segir Benni frá reglu á sínu heimili. „Ef maður fær einn klukkutíma í tölvu þá þarf maður að vera einn klukkutíma úti að leika á móti. Þannig skapast jafnvægi.“ Hann segir að þá muni Hans ganga betur og líða betur. Hans og Grétu finnst þetta vera frábærar hugmyndir og þakka fyrir hjálpina. Aftur birtist kanínan. Í þetta sinn á Benni að hitta Gullbrá og hann leggur af stað. Gullbrá og Litli Björn eru að rífast því Gullbrá vill alltaf borða grautinn hans Litla Björns og liggja í rúminu hans og er búin að brjóta stólinn hans. Benni segir: „Þetta gengur náttúrlega ekki svona. Við skulum byrja á að laga stólinn hans Litla Björns, síðan skulum við smíða annan fyrir Gullbrá. Eftir það verðum við að útbúa rúm fyrir Gullbrá líka, þá þarf hún ekki að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=