RISAstórar smáSÖGUR
22 Ævintýraplánetuna í leitinni að ævintýrademantinum. Fyrst hittum við fyrir hann Gosa litla. Hann er í vanda sem hann þarf aðstoð við að leysa. Drífum okkur, við erum orðnir of seinir,“ segir kanínan og lítur á úrið.“ Þorpið sem Gosi býr í er lengst inni í skógi sem heitir Ævintýraskógur. Gosi er í ógurlegum vandræðum. Hann er byrjaður að ljúga aftur og nefið farið að stækka. Íbúar Ævintýraskógar eru orðnir svolítið þreyttir á þessu skröki og nenna ekki að vera með honum. Því er Gosi einn og hálf einmana þegar Benni kemur. Benni segir: „Hvað segir þú, Gosi minn? Hvað get ég hjálpað þér með?“ Gosi svarar ekki og á sama tíma lengist nefið. „Ok, ok, ég er lygasjúkur!“ segir Gosi. Þeir spjalla saman og komast að því að ástæðan fyrir því að Gosi er alltaf að plata er sú að hann langar svo að eiga fleiri vini og er að búa til sögur svo hann hljómi meira spennandi. Í sameiningu komast þeir að því að til þess að gera hlutina betri er best að biðjast afsökunar og segja bara satt. Að hann þurfi bara smá hjálp við að eignast vini og læra að leika við aðra án þess að plata. Um leið og þeir spjalla við fólk og Gosi biðst afsökunar minnkar nefið og Gosi eignast fleiri vini. Skyndilega birtist kanínan aftur og segir: „Áfram, áfram, við erum orðnir of seinir!“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=