RISAstórar smáSÖGUR

21 Benni þakkar honum fyrir, því hann veit að teppið er gæðagripur. Dyrnar á geimskipinu lokast. Benni hefur aftur samband við Gunnar sem er enn glaðari að heyra í honum núna og segir: „Þú leynir á þér, Benni minn, þvílíkt sem þú ert duglegur að leysa allskonar verkefni. Nú er bara ein pláneta eftir. Þar þarftu að finna ævintýrademantinn og þá kemstu heim!“ „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt en ég er orðinn dálítið þreyttur svo það er gott að það er bara ein pláneta eftir,“ segir Benni. „Síðasti kóðinn er: 289YbQW2ÁB6H,“ segir Gunnar. Og aftur fer geimskipið af stað! Ævintýraplánetan 5. kafli Þetta er nú búið að vera meira ævintýrið og ég er ekki einu sinni kominn til Ævintýraplánetunnar! Hverju skyldi ég eiga vona á hér? hugsar Benni. Hann finnur hvernig geimfarið lækkar flugið og stöðvast. Dyrnar opnast. Rauður dregill hefur verið lagður fyrir framan geimfarið og stór kanína, í mittisjakka og með úr, bíður eftir honum. „Velkominn Benni. Ég hef verið að bíða eftir þér. Ég mun vera farastjórinn í þessari ferð og leiða þig í gegnum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=