RISAstórar smáSÖGUR

19 Valli svarar: „Ég hélt að þú ætlaðir aldrei að stoppa, ég er orðinn glor hungraður!“ Benni lítur smá dapur á Valla og segir: „En við komum ekki með neitt nesti!“ „Ekki neitt nesti!“ segir Valli hissa. „Jú, heldur betur.“ Hann tekur upp teppi sem hann er með í bakpokanum sínum og kastar því upp í loft. Þegar það lendir á jörðinni er komið dýrindis hlaðborð á teppið. „Vááá, þetta er geggjað teppi,“ segir Benni og þeir fá sér hressilega að borða. Eftir matinn leggja þeir aftur í hann og áður en þeir vita af eru þeir komnir að vatninu Mitzy. Þetta er stærsta vatn sem Benni hefur nokkurn tímann séð og hann hugsar með sér: Ég mun aldrei ná að fara yfir þetta vatn. En svo man hann eftir töfraduftinu sem Hrafnhildur gaf honum og hann er ekki lengi að strá því yfir sig og Valla. Nú er það barnaleikur að komast yfir vatnið með hjálp töfraduftsins. Þegar þeir eru komnir upp úr þá blasir Haramhellir við þeim. Hann er frekar ógnvekjandi, kaldur og dimmur. Meira að segja birtugleraugun virka ekki inni í honum. Þeir ganga hægt inn í hann en sjá fljótlega töfraþokuna sem er eins og venjuleg þoka nema með stjörnuljósum inni í. Benni opnar krúsina og veiðir smá þoku í hana og lokar varlega aftur. Benni og Valli hlaupa að vatninu og strá yfir sig restinni af töfraduftinu. Síðan setur Benni krúsina inn á sig og þeir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=