RISAstórar smáSÖGUR

18 Benni spyr hvað þetta sé, þar sem hann sér ekki neitt í þessu mikla myrkri. Valli segir: „Þetta eru birtugleraugu sem við lánum vinum frá öðrum víddum þegar þeir koma í heimsókn. Þau gera þér kleift að sjá í myrkrinu.“ Benni setur upp gleraugun og öll veröldin breytir um lit! Og viti menn, hann sér að myrkraplánetan er iðandi af lífi og að þar sem hann hafði gengið um er bara spölkorn frá risa stórborg með skýjakljúfum og allskonar byggingum. Vá, það hefði verið leiðinlegt að missa af þessari sjón. Benni segir Valla að hann þurfi að finna töfraþoku og fylla krús af þoku til að komast áfram á leið sinni heim. Valli segir honum að til þess að finna töfraþoku þurfi hann að klífa fjallið Rasúal og synda yfir vatnið Mitzy. Þá komist hann yfir í hellisskúta sem heitir Haramhellir, aðeins þar sé hægt að finna töfraþoku. Benni segir: „Eftir hverju erum við að bíða? Vindum okkur í þetta!“ Benni er búinn að sjá að hann þarf ekkert að óttast því eftir að hann byrjaði í þessari ferð er hann búinn að æfa hugrekkið svo mikið og átta sig á að hann getur gert svo margt sjálfur. Þeir leggja á fjallið og þramma og þramma þangað til að fæturnir eru orðnir eins og brauðmolar. En þá segir Benni: „Ég þarf aðeins að setjast og hvíla mig.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=