RISAstórar smáSÖGUR

17 eins og mamma hans segir oft: „Vertu GÆS! Get, ætla, skal!“ Hann herðir upp hugann og kallar út í myrkrið: „HAAALLLLÓÓÓÓ!!! er einhver hérna?“ Enginn svarar. Hann gengur varlega af stað út í myrkrið. Benni sér ekki neitt og fálmar út í loftið með höndunum. Allt í einu finna hendurnar fyrir einhverju og það hreyfist. „Ooojjjjj, hvað er þetta?“ hrópar hann. „Oojj, er ekki dónalegt að segja það?“ heyrist spurt. „Jú, fyrirgefðu,“ segir Benni hræddur því hann sér ekki enn þá við hvern hann er að tala. Hann spyr: „Hver ert þú og hvar ertu?“ „Ég er Valli vampíra, og er vampíra eins og kemur fram í nafninu.“ „Ooojj ...“ segir Benni aftur lágt. En Valli heyrir það samt og segir: „Heyrðu nú mig, þú verður að hætta að vera dóni! Annars nenni ég ekki að tala við þig!“ Benni biðst afsökunar. „Ég ætlaði ekki að segja þetta. Ég heiti Benni og er kominn hingað í smá verkefni til að ná í heillagrip hér svo að ég komist nær því að komast aftur heim til jarðar.“ „Ég veit allt um það,“ segir Valli vampíra. „Frændur mínir leðurblökurnar á Hafmeyjuplánetu hringdu í mig og sögðu að þú værir á leiðinni.“ Valli tekur í hönd Benna og setur eitthvað í lófann á honum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=